Beiersdorf ehf. á Íslandi er staðsett í Reykjavík og starfa þar fimm starfsmenn en Beiersdorf ehf. var stofnað árið 2005. Með vörumerkjunum NIVEA, Eucerin og Hansaplast leggjum við áherslu á að mæta þörfum neytenda.Beiersdorf ehf. á Íslandi er eitt af 150 alþjóðlegum útibúum snyrtivöru fyrirtækisins Beiersdorf AG sem er staðsett í Hamborg, Þýskalandi. Fyrir yfir 130 árum ákváðum við að helga okkur því að mæta einstaklingsbundum þörfum neytenda okkar og við erum talin hafa fundið upp nútíma húðumönnun. Alþjóðlegur árangur okkar er byggður á grunni árangurs okkar í rannsóknum og þróun, byltingarkenndum vörum og sterkum vörumerkjum okkar. Nivea er númer 1 í heiminum í húðumhirðu*. Önnur vörumerki í safni Beiersdorf sem hafa náð góðum árangri eru Eucerin, La Prairie, Labello, 8X4 og Hansaplast. Dótturfélag Beiersdorf, Tesa SE, er eitt af alþjóðlega markaðsleiðandi framleiðendum í sjálf-límandi vörum og lausnum fyrir iðnað, handverk, fyrirtæki og neytendur.
*Heimild: Euromonitor International Limited; NIVEA sem vörumerki í vöruflokkunum, líkamsumönnun, andlitsumönnun og handumhirða; í smásöluverðmæti, 2018.